Erlent

Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17

Atli Ísleifsson skrifar
Innslag Brazier vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum.
Innslag Brazier vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum. Vísir/AFP
Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn.

Sky segir fréttamanninn Colin Brazier hafa orðið á í messunni þegar hann hafi reynt að varpa ljósi á þann mannlega harmleik sem þar átti sér stað.

Í fréttinni sagði Brazier hafa gengið um, stöðugt gengið fram á líkamshluta, marga hverja mjög illa brunna. „Menn, konur og börn, óþekkjanleg í sannleika sagt, það er engin leið að segja. Oft sér maður bara brunna hryggjarliði, það er það eina sem eftir er.“

Þegar Brazier fór að róta í ferðatösku farþega vakti það hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Í frétt Telegraph er sömuleiðis haft eftir Joe Watson fjölmiðlafræðiprófessor að þetta hafi verið hræðilegt atvik í sögu fréttmennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×