Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2014 13:53 Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. vísir/afp Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu. MH17 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Stefnt er að því að ljúka flutningi líkamsleifa þeirra sem fórust með Malaysian flugvélinni fyrir viku til Hollands á morgun. Langan tíma getur tekið að bera kennsl á alla þá sem voru um borð. Í gær fluttu tvær Herkúles flugvélar hollenska og ástralska hersins fjörtíu kistur frá Kharkiv í Úkraínu til Eindhoven í Hollandi og var mikil viðhöfn höfð á báðum stöðum. Vilhjálmur Hollandskonungur og Maxíma drotting voru viðstödd komu kistanna til Hollands í gær ásamt Mark Rutte forsætisráðherra, til að sýna hinum látnu og aðstandendum þeirra virðingu. En nú tekur grár raunveruleikinn við. Í dag er áætlað að tvær herflugvélar flytji 74 kistur til Hollands. Esther Naber talskona hollensku rannsóknarnefndarinnar segir að vonandi takist að ljúka þessum flutningum á morgun eða í síðasta lagi á laugardag. Naber segir ómögulegt að áætla hvað líkamsleifarnar sem safnað hefur verið saman tilheyra mörgu fólki. Fjöldi poka úr kælivögnum lestarinnar þar sem líkamsleifunum var safnað saman eða fjöldi kista sem fluttar séu til Hollands segi ekkert um fjölda þess fólks sem þær tilheyri. Bæði sé um að ræða lík og líkamsparta. „Það hljómi ömurlega og er ákaflega sorglegt, en þannig er raunveruleikinn,“ segir Naber. Það verði því ekki hægt að segja fyrr en kennslateymið ljúki störfum sínum, hversu marga tekst að bera kennsl á. Vonandi takist að bera kennsl á alla þannig að aðstandendur geti hvatt ástvini sína en á þessari stundu sé ekki hægt að lofa því. Rannsókn er nú þegar hafin á flugritum flugvélarinnar in Fanbourough í Bretlandi. En ef bæði hljóð- og tækniriti eru óskemmdir geta þær upplýsingar sem þeir söfnuðu reynst mjög mikilvægar við að upplýsa hvað raunverulega gerðist hinn örlagaríka dag, fimmtudaginn 17 júlí, yfir austurhluta Úkraínu.
MH17 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira