Kínverskir fjárfestar í viðræðum um kaup á Glitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 18:37 VÍSIR/VALLI Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana. Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana.
Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira