Tekur ekki vel í sölu áfengis í verslunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. júlí 2014 20:00 VISIR/GVA Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fréttir af áhuga bandaríska smásölurisans Costco hafa vakið mikla athygli en fyrirtækið hefur meðal annars áhuga á að selja áfengi í verslunum og flytja inn ferskt bandarískt kjöt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í setningarræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99% þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum sé sterakjöt. „Þetta ætti ekki að vekja athygli umfram það bara að ég er að árétta staðreyndir sem liggja fyrir og leiða meðal annars til þess að Evrópusambandið, og við sem hluti af EES-samningnum leyfum ekki innflutning á svona kjöti, vegna þessarar meðferðar,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn Framsóknarflokksins fluttu árið 2010 þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við Bandaríkin um fríverslunarsamning. En myndi slíkur samningur ekki leiða til þess að heimilt yrði að flytja inn ferskt bandarískt kjöt? „Fríverslunarsamningar eru oft gerðir án þess að matvæli eða landbúnaðarvörur séu þar með og það er meðal annars af þessum sökum. En einnig vegna þess að flest, ef ekki öll, lönd í heiminum vilja hafa sem mesta matvælaframleiðslu innanlands, svona eins og kostur er,“ segir Sigmundur. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun á haustþingi leggja fram frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Óformleg könnun fréttastofu fyrr í vikunni leiddi í ljós að 30 þingmenn, hið minnsta, koma til með að styðja frumvarp Vilhjálms. En kemur Sigmundur til með að styðja frumvarpið? „Ég hef mjög varann á hvað varðar sölu og aðgengi að vörum eins og áfengi í öðrum verslunum en þeim sem eru með þetta núna. Svo er annað í þessu sem að menn geta velt fyrir sér. Hvort það ætti að leyfa kaupmanninum á horninu, litlum verslunum, hér í Reykjavík og auðvitað á landsbyggðinni, að selja áfengi frekar en þessum stóru. Þetta eru allt einhverjir hlutir til að skoða og velta fyrir sér en á heildina litið er ekki æskilegt að rýmka aðgengi að vörum eins og áfengi. Vegna þess að það þýðir einfaldlega meiri neysla, sem er ekki æskilegt,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira