Fótbolti

Navas á leið til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Real Madrid keypt Kaylor Navas, landsliðsmarkvörð Kostaríku, til félagsins fyrir tíu milljónir evra.

Navas sló í gegn á HM í Brasilíu þar sem Kostaríka komst í fjórðungsúrslit keppninnar eftir sigur á Grikklandi í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum.

Navas er á mála hjá Levante á Spáni en Madrid mun hafa samþykkt að greiða fullt riftunarverð fyrir kappann, tíu milljónir evra eða rúman einn og hálfan milljarð króna. Þar af munu tvær milljónir evra renna beint í vasa Navas.

Félagaskiptin verða tilkynnt samkvæmt frétt Marca þegar gengið verður frá sölu Diego Lopez sem hefur verið orðaður við bæði Napoli og Monaco.

Navas átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Levante og neyddist því félagið til að selja hann nú. Hann hafði einnig verið orðaður við Bayern München, Atletico Madrid og Porto.


Tengdar fréttir

Navas: Stangirnar hjálpuðu okkur

Keylor Navas, markvörður Kosta Ríka, var ánægður með markstangirnar í leiknum gegn Hollandi í gær, en Kosta Ríka tapaði í vítaspyrnukeppni.

Navas á leiðinni til Bayern München

Varaforseti Levante staðfesti í gær að markvörðurinn Keylor Navas sem sló í gegn í liði Kosta Ríka er á leiðinni til Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×