Erlent

Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Flugslysið á Tenerife-flugvelli árið 1977 er hið mannskæðasta í flugsögunni.
Flugslysið á Tenerife-flugvelli árið 1977 er hið mannskæðasta í flugsögunni. Nordicphotos/AFP
Flugslysið í Úkraínu í dag er hið sjötta mannskæðasta í sögunni. 295 voru um borð í farþegavél Malaysian Airlines sem skotin var niður við landamæri Úkraínu og Rússlands og erlendir miðlar fullyrða að enginn hafi komist lífs af.

Ef miðað er við lista yfir mannskæðustu flugslys sögunnar þar til í dag, sést að aðeins fimm flug hafa í sögunni kostað fleiri lífið. Versta slysið átti sér stað á flugvellinum á Tenerife á Spáni árið 1977 þegar tvær Boeing 747 farþegavélar rákust á hvor aðra með þeim afleiðingum að 583 fórust.

Þá létust 520 manns í Ueno í Japan árið 1985 og 349 á Indlandi árið 1996 þegar flugvélar frá Sádi-Arabíu og Kasakhstan rákust á. 346 létust þegar tyrknesk vél hrapaði í Frakklandi árið 1974 og 301 í Sádi-Arabíu árið 1980.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×