Fótbolti

Afdrifarík mínúta fyrir Kristinn og félaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson. Vísir/Daníel
Kristinn Jónsson og félagar í sænska liðinu Brommapojkarna töpuðu 1-2 í kvöld í fyrri leik sínum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en þeir mættu þá finnska liðinu Vaasan Palloseura í Valkeakoski í Finnlandi.

Kristinn Jónsson lék allan leikinn í liði Brommapojkarna en Brommapojkarna-liðið byrjaði leikinn vel og hinn 19 ára gamli Christian Kouakou skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 33. mínútu.

Kristinn náði einu skoti á markið samkvæmt tölfræði UEFA frá leiknum og braut tvisvar af sér.

Finnarnir skoruðu hinsvegar tvö mörk á einni mínútu og tryggðu sér 2-1 sigur. Mörkin skoruðu þeir Sebastian Strandvall á 53. mínútu og Jarno Parikka á 54. mínútu.

Útivallarmark Brommapojkarna gæti samt komið sér vel í seinni leiknum í Svíþjóð í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×