Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. júlí 2014 18:53 Vísir/Daníel Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is Evrópudeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira