Landsmótið sett í blíðskaparveðri Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar 3. júlí 2014 22:40 Frá setningu mótsins á Gaddstaðaflötum í kvöld. Vísir/SKS Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum: Hestar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira
Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum:
Hestar Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Sjá meira