Bílskúrinn: Kristjáns-horn og klöguskjóður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2014 07:00 Hamilton fagnaði gríðarlega enda sætur sigur á heimavelli. Vísir/Getty Eftir gríðarlega spennandi breskan kappakstur þar sem heimamaðurinn Lewis Hamilton hjá Mercedes vann er kominn tími til að skoða Bílskúrinn, léttu hliðina á Formúlu 1 á Vísi.Felipe Massa eftir samstuðið við RaikkonenVísir/GettyVar Kimi Raikkonen í rétti?Strax á fyrsta hring lenti Kimi Raikkonen í því að fara út úr braut og inn á hana aftur. Raikkonen missti þá stjórn á bíl sínum. Dæld var í grasinu sem Raikkonen ætlaði að aka yfir til að komast inn á brautina. Þá skoppaði bíllinn og Raikkonen missti alla stjórn og lenti á varnarvegg af miklum þunga (47G).Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ráðgjafi Mercedes liðsins hefur sagt að Raikkonen hefði átt að hægja á sér til að komast örugglega inn á brautina.Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 telur að Raikkonen hafi reiknað með öllu, nema dældinni í grasinu. „Auðvitað hefði verið gáfulegra að bíða aðeins en allir kappakstursmenn hefðu gert það sama, hann er í raun bara óheppinn að það er hola í grasinu. Hann ætti ekki að fá neina refsingu,“ segir Kristján Einar.Vettel og Alonso börðust af hörku á Silverstone og kvörtuðu sáran yfir hegðun hvors annars.Vísir/GettyEpísk barátta Vettel og AlonsoÍ nokkra hringi glímdu Sebastian Vettel á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari um sæti. Baráttan var epísk og aksturinn afbragðs góður á köflum. Athyglisvert var að heyra ökumenn kvarta á víxl yfir akstri hins. Þeir virtust telja nauðsynlegt að klaga hvorn annan ef eitthvað kom uppá. Alonso vildi meina að Vettel hefði farið með öll fjögur dekkin út fyrir brautarmörk til að koma bilinu á milli þeirra niður fyrir eina sekúndu. Þá gat Vettel notað DRS kerfið sem opnar afturvænginn til að auðvelda framúrakstur. „Varðandi DRS þá skil ég það ekki því maður getur einungis notað það ef tölvukerfið leyfir og þá innan tiltekinna marka,“ sagði Vettel. Vettel virðist misskilja kvartanir Alosno. Alonso var að benda á að Vette hefði ekki komist í DRS færi ef hann hefði ekki ekið út fyrir brautarmörk. Vettel kvartaði yfir því að Alonso gæfi honum ekki nægjanlegt pláss á brautinni. Vettel hefur gjarnan notað frasan „Sáuð þið hvað hann gerði,“ þegar svona lagað kemur uppá. Hann sparaði ekki notkun hans á sunnudaginn.Bottas barðist eins og ljón og uppskar vel.Vísir/GettyVelgengni WilliamsEftir gott gengi í Austurríki var ekki laust við vonbrigði hjá Williams liðinu eftir tímatökuna á Silverstone brautinni. Valtteri Bottas, hetja liðsins frá Austurríki náði einungis 17. sæti í tímatökunni. Liðsfélagi hans Felipe Massa varð 18. Massa ræsti af stað í sinn 200. kappakstur en komst ekki langt eftir samstuð við Raikkonen á fyrsta hring. Valtteri Bottas átti hins vegar akstur dagsins og endaði í öðru sæti. Hann sýndi afburðar takta á köflum og landaði verðskulduðu verðlaunasæti. Hann eygir nú keppnissigur á næstunni.Hamilton var kampakátur með keppnina. Hann bætti upp fyrir stór mistök í tímatökunni.Vísir/GettyMistök HamiltonHamilton gerðist sekur um stór mistök í tímatökunni á laugardag. Hann hætti við síðustu tilraun sína til að ná ráspól. Rosberg tók ráspól og Hamilton ræsti 6. af stað. Brautin var að þorna og blotna til skiptis alla tímatökuna og aðstæður voru einkennilegar á síðustu sekúndum hennar. Brautin var þá blaut allstaðar nema á síðasta hluta hennar. Síðasti hlutinn dugði til að vinna upp tapaðan tíma. Hamilton lét ekki reyna á aðstæður og sat því eftir meðan aðrir létu slag standa. Hamilton hætti í staðinn við og kom inn á þjónustusvæðið. Hann sagði strax eftir tímatökuna „Þetta voru mín mistök.“ Eins bað hann lið sitt afsökunnar á þessu eftir að hafa unnið keppnina.Kristján Einar spáir því að þjóðverjarnir verði framarlega í baráttunni í Þýskalandi.Vísir/GettyKristjáns - horniðKristján Einar Kristjánsson einn helsti sérfræðingur landsins í Formúlu 1 fer yfir framhaldið. „Ég myndi skjóta á að Rosberg vinni, enda hálfpartinn á heimavelli og Williams verði sterkir. Það er alltaf möguleiki að Red Bull komi sér í baráttuna. Vettel er náttúrulega á heimavelli en hann á ekki séns á að vinna,“ segir Kristján Einar þegar hann er spurður hvernig hann sjái keppnina í Þýskalandi fyrir sér. „Ég spái að Renault muni ná að koma með alvöru uppfærlur eftir sumarfrí. Þá er Red Bull komið miklu nær. Ég hugsa þó að slagurinn endi á milli Hamilton og Rosberg,“ segir Kristján Einar um áframhaldandi baráttu á tímabilinu. Formúla Tengdar fréttir Rosberg er ekki Þjóðverji Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. 8. júlí 2014 12:00 Raikkonen slapp heill eftir árekstur á 250 km hraða | Myndband Finninn lenti í svakalegum árekstri í Silverstone-kappaksturinum í Bretlandi. 7. júlí 2014 16:30 Mercedesmenn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Silverstone brautinni á tímanum 1:35,424. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingunni á tímanum 1:34,508. 4. júlí 2014 18:42 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes. vann breska kappaksturinn. Eftir gríðarlega dramatíska keppni. Valtteri Bottas á Williams var annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 6. júlí 2014 14:32 Sjáðu ótrúlegan árekstur Kimi Raikkonen | Myndband Kimi Raikkonen missti stjórn á Ferrari bifreið sinni á fyrsta hringnum í breska kappakstrinum. 6. júlí 2014 13:30 Samantekt frá breska kappakstrinum Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Bretlandi í gær og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 7. júlí 2014 08:00 Rosberg á ráspól á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í breska kappakstrinum, Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Jenson Button á McLaren varð þriðji. Tímatakan einkenndist af skúrum á köflum og miklum sviftingum. 5. júlí 2014 13:06 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Eftir gríðarlega spennandi breskan kappakstur þar sem heimamaðurinn Lewis Hamilton hjá Mercedes vann er kominn tími til að skoða Bílskúrinn, léttu hliðina á Formúlu 1 á Vísi.Felipe Massa eftir samstuðið við RaikkonenVísir/GettyVar Kimi Raikkonen í rétti?Strax á fyrsta hring lenti Kimi Raikkonen í því að fara út úr braut og inn á hana aftur. Raikkonen missti þá stjórn á bíl sínum. Dæld var í grasinu sem Raikkonen ætlaði að aka yfir til að komast inn á brautina. Þá skoppaði bíllinn og Raikkonen missti alla stjórn og lenti á varnarvegg af miklum þunga (47G).Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 og ráðgjafi Mercedes liðsins hefur sagt að Raikkonen hefði átt að hægja á sér til að komast örugglega inn á brautina.Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 telur að Raikkonen hafi reiknað með öllu, nema dældinni í grasinu. „Auðvitað hefði verið gáfulegra að bíða aðeins en allir kappakstursmenn hefðu gert það sama, hann er í raun bara óheppinn að það er hola í grasinu. Hann ætti ekki að fá neina refsingu,“ segir Kristján Einar.Vettel og Alonso börðust af hörku á Silverstone og kvörtuðu sáran yfir hegðun hvors annars.Vísir/GettyEpísk barátta Vettel og AlonsoÍ nokkra hringi glímdu Sebastian Vettel á Red Bull og Fernando Alonso á Ferrari um sæti. Baráttan var epísk og aksturinn afbragðs góður á köflum. Athyglisvert var að heyra ökumenn kvarta á víxl yfir akstri hins. Þeir virtust telja nauðsynlegt að klaga hvorn annan ef eitthvað kom uppá. Alonso vildi meina að Vettel hefði farið með öll fjögur dekkin út fyrir brautarmörk til að koma bilinu á milli þeirra niður fyrir eina sekúndu. Þá gat Vettel notað DRS kerfið sem opnar afturvænginn til að auðvelda framúrakstur. „Varðandi DRS þá skil ég það ekki því maður getur einungis notað það ef tölvukerfið leyfir og þá innan tiltekinna marka,“ sagði Vettel. Vettel virðist misskilja kvartanir Alosno. Alonso var að benda á að Vette hefði ekki komist í DRS færi ef hann hefði ekki ekið út fyrir brautarmörk. Vettel kvartaði yfir því að Alonso gæfi honum ekki nægjanlegt pláss á brautinni. Vettel hefur gjarnan notað frasan „Sáuð þið hvað hann gerði,“ þegar svona lagað kemur uppá. Hann sparaði ekki notkun hans á sunnudaginn.Bottas barðist eins og ljón og uppskar vel.Vísir/GettyVelgengni WilliamsEftir gott gengi í Austurríki var ekki laust við vonbrigði hjá Williams liðinu eftir tímatökuna á Silverstone brautinni. Valtteri Bottas, hetja liðsins frá Austurríki náði einungis 17. sæti í tímatökunni. Liðsfélagi hans Felipe Massa varð 18. Massa ræsti af stað í sinn 200. kappakstur en komst ekki langt eftir samstuð við Raikkonen á fyrsta hring. Valtteri Bottas átti hins vegar akstur dagsins og endaði í öðru sæti. Hann sýndi afburðar takta á köflum og landaði verðskulduðu verðlaunasæti. Hann eygir nú keppnissigur á næstunni.Hamilton var kampakátur með keppnina. Hann bætti upp fyrir stór mistök í tímatökunni.Vísir/GettyMistök HamiltonHamilton gerðist sekur um stór mistök í tímatökunni á laugardag. Hann hætti við síðustu tilraun sína til að ná ráspól. Rosberg tók ráspól og Hamilton ræsti 6. af stað. Brautin var að þorna og blotna til skiptis alla tímatökuna og aðstæður voru einkennilegar á síðustu sekúndum hennar. Brautin var þá blaut allstaðar nema á síðasta hluta hennar. Síðasti hlutinn dugði til að vinna upp tapaðan tíma. Hamilton lét ekki reyna á aðstæður og sat því eftir meðan aðrir létu slag standa. Hamilton hætti í staðinn við og kom inn á þjónustusvæðið. Hann sagði strax eftir tímatökuna „Þetta voru mín mistök.“ Eins bað hann lið sitt afsökunnar á þessu eftir að hafa unnið keppnina.Kristján Einar spáir því að þjóðverjarnir verði framarlega í baráttunni í Þýskalandi.Vísir/GettyKristjáns - horniðKristján Einar Kristjánsson einn helsti sérfræðingur landsins í Formúlu 1 fer yfir framhaldið. „Ég myndi skjóta á að Rosberg vinni, enda hálfpartinn á heimavelli og Williams verði sterkir. Það er alltaf möguleiki að Red Bull komi sér í baráttuna. Vettel er náttúrulega á heimavelli en hann á ekki séns á að vinna,“ segir Kristján Einar þegar hann er spurður hvernig hann sjái keppnina í Þýskalandi fyrir sér. „Ég spái að Renault muni ná að koma með alvöru uppfærlur eftir sumarfrí. Þá er Red Bull komið miklu nær. Ég hugsa þó að slagurinn endi á milli Hamilton og Rosberg,“ segir Kristján Einar um áframhaldandi baráttu á tímabilinu.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg er ekki Þjóðverji Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. 8. júlí 2014 12:00 Raikkonen slapp heill eftir árekstur á 250 km hraða | Myndband Finninn lenti í svakalegum árekstri í Silverstone-kappaksturinum í Bretlandi. 7. júlí 2014 16:30 Mercedesmenn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Silverstone brautinni á tímanum 1:35,424. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingunni á tímanum 1:34,508. 4. júlí 2014 18:42 Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes. vann breska kappaksturinn. Eftir gríðarlega dramatíska keppni. Valtteri Bottas á Williams var annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 6. júlí 2014 14:32 Sjáðu ótrúlegan árekstur Kimi Raikkonen | Myndband Kimi Raikkonen missti stjórn á Ferrari bifreið sinni á fyrsta hringnum í breska kappakstrinum. 6. júlí 2014 13:30 Samantekt frá breska kappakstrinum Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Bretlandi í gær og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 7. júlí 2014 08:00 Rosberg á ráspól á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í breska kappakstrinum, Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Jenson Button á McLaren varð þriðji. Tímatakan einkenndist af skúrum á köflum og miklum sviftingum. 5. júlí 2014 13:06 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Rosberg er ekki Þjóðverji Bretinn Lewis Hamilton er heldur betur búinn að kynda bálið fyrir þýska kappaksturinn í Formúlu 1. 8. júlí 2014 12:00
Raikkonen slapp heill eftir árekstur á 250 km hraða | Myndband Finninn lenti í svakalegum árekstri í Silverstone-kappaksturinum í Bretlandi. 7. júlí 2014 16:30
Mercedesmenn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Silverstone brautinni á tímanum 1:35,424. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð fljótastur á seinni æfingunni á tímanum 1:34,508. 4. júlí 2014 18:42
Lewis Hamilton vann á heimavelli Lewis Hamilton á Mercedes. vann breska kappaksturinn. Eftir gríðarlega dramatíska keppni. Valtteri Bottas á Williams var annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 6. júlí 2014 14:32
Sjáðu ótrúlegan árekstur Kimi Raikkonen | Myndband Kimi Raikkonen missti stjórn á Ferrari bifreið sinni á fyrsta hringnum í breska kappakstrinum. 6. júlí 2014 13:30
Samantekt frá breska kappakstrinum Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Bretlandi í gær og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 7. júlí 2014 08:00
Rosberg á ráspól á Silverstone Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í breska kappakstrinum, Sebastian Vettel á Red Bull varð annar og Jenson Button á McLaren varð þriðji. Tímatakan einkenndist af skúrum á köflum og miklum sviftingum. 5. júlí 2014 13:06