Sport

Slæm ímyndarleg skilboð fyrir hestaíþróttina

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Eins og greint var frá hér á Vísi í gær stytti áfrýjunardómstóll ÍSÍ keppnisbann knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar.Haraldur Þórarinsson formaður hestaíþróttasambands Íslands hefur áhyggjur af því hvaða skilaboð dómurinn gefi fyrir hestaíþróttina.

Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ segir engan raunverulegan rökstuðning vera gefinn fyrir styttingu dómsins. Það tekur Haraldur undir eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Við deilum ekki við dómarann. Þetta er niðurstaða sem fengin er úr dómstólakerfi ÍSÍ en við teljum þetta vera mjög slæm ímyndarleg skilaboð fyrir hestaíþróttina og erum ekki sátt að því leitinu til og þurfum að sjá rökstuðning fyrir þessum dómi,“ sagði Haraldur Þórarinsson.

Frétt Stöðvar 2 af málinu má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×