Erlent

Kerry lofar Írak stuðningi í baráttunni gegn Isis

Bjarki Ármannsson skrifar
Kerry tekur til máls í bandaríska sendiráðinu í Írak í dag.
Kerry tekur til máls í bandaríska sendiráðinu í Írak í dag. Vísir/AP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lofar stjórnvöldum í Írak öflugum stuðningi í átökum þeirra við herskáa íslamista. Þetta kom fram á fundi Kerry og helstu stjórnmálaleiðtoga í Bagdad í dag.

Fyrrum forsetaframbjóðandinn segir að árásir skæruliðahópsins Isis ógni tilvist ríkisins og að næstu dagar og vikur skipti öllu máli hvað framhaldið varðar.

Hópurinn hefur undanfarnar vikur náð yfirráðum í norður- og vesturhluta landsins og boðað þar sjaría-lög. Meðlimum Isis vex stöðugt ásmegin og þeir stjórna nú öllum landamærum við Sýrland og Jórdaníu ásamt því að hafa lagt undir sig hernaðarlega mikilvægan flugvöll í bænum Tal Afar.

Kerry sagði í dag að ef leiðtogar Írak, þar á meðal Núrí Malíkí forsætisráðherra, tækju þær ákvarðanir sem til þarf myndi stuðningur Bandaríkjamanna duga til þess að vinna bug á íslamistum.


Tengdar fréttir

Ótryggt ástand í Írak

Íbúar í Baghdad búa sig undir hernaðarátök í borginni, eftir að herskáir uppreisnarmenn hertu ítök sín í landinu enn frekar. Stjórnvöld í Írak vinna að því að fá íbúa til að mynda vopnaðar sveitir til að freista þess að ná borgum aftur úr höndum uppreisnarmanna.

Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram

Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenningur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu.

Tóku fjölda hermanna af lífi

Öfgahópurinn sem stjórnar stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi birtu í dag myndir af fjöldamorði þeirra á hermönnum í Írak.

Neyðarástandi lýst yfir: Þúsundir flýja Mosul

Um hundrað og fimmtíu þúsund hafa flúið borgina og þar eru á meðal fjöldi hermanna og lögreglumanna sem hafa klætt sig sem almenna borgara, af ótta við að verða fyrir barðinu á uppreisnarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×