Sport

Kemur ekki niður á aðsókninni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Axel Ómarsson, framkvæmdarstjóri Landsmóts hestamanna, var nokkuð brattur þegar Vísir tók á honum púlsinn fyrr í dag. Undirbúningur fyrir Landsmótið sem er eitt stærsta hestamannamót ársins er í fullum gangi en mótið hefst á mánudaginn.

Mótið hefur eilítið fallið í skugga máls Þorvalds Árna Þorvaldssonar sem Vísir hefur greint frá undanfarna viku. Þorvaldur var dæmdur í þriggja mánaða bann eftir að amfetamín fannst í blóðsýni hans eftir töltkeppni í Meistaradeildinni í mars.

Bannið vakti fyrst og fremst athygli þar sem hefð var fyrir því að íþróttamenn væru dæmdir í sex mánaða bann ef eiturlyf fundust í lífssýni þeirra. Bannið var svo seinna stytt í einn mánuð af áfrýjunardómstól ÍSÍ og rennur það út á sunnudaginn, degi áður en Landsmótið hefst.

„Stemmingin er bara mjög góð. Við höfum einbeitt okkur að því að skipuleggja landsmótið og við höfum verið að skipuleggja þetta í nánast tvö ár,“ sagði Axel en hafði hann áhyggjur af því að þátttakendum myndi fækka í ljósi úrskurðar ÍSÍ.

„Fólk hefur skoðanir og maður hefur heyrt þær en það er enginn opinberlega búinn að kvarta.  Það eru margir óánægðir en ég er ekki búinn að heyra af því að einhver ætli að segja sig úr keppninni eða eitthvað slíkt. Ég á ekki von á því að því að aðsóknin muni minnka á mótinu,“ sagði Axel.


Tengdar fréttir

Tengdasonurinn fær bikarinn

Sigurbjörn Bárðarson neyðist til þess að afhenda Meistaradeildar bikarinn sinn til Árna Björns Pálssonar, tengdasonar síns, eftir að stjórn Meistaradeildarinnar fékk niðurstöðu ÍSÍ úr máli Þorvaldar Árna Þorvaldssonar til sín.

Amfetamín fannst í lífsýni knapans

Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar.

Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu

Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×