Viðskipti innlent

Markaðsmiðsnotkunarmál hjá Kaupþingi talið eitt það viðamesta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson eru meðal þeirra ákærðu.
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson eru meðal þeirra ákærðu. VISIR/GVA
Fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrum framámönnum í Kaupþingi fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Er þeim gefið að sök að hafa staðið í umfangsmikilli markaðsmisnotkun með bréf bankans í aðdraganda falls Kaupþings á árunum 2007 til 2008 og eru meint brot þeirra mörg, vörðuðu háar fjárhæðir og stóðu yfir í langan tíma er fram kemur í ákæru saksóknara.

Málið er talið eitt það viðamesta sem embættið hefur sent frá sér fram til þessa.

Sakborningarnir og verjendur þeirra hafa nú fram til 28. október til að skila greinargerðum sínum áður en aðalmeðferð í málinu hefst í janúar á næsta ári. Saksóknari áætlar að hún muni standa yfir í þrjár vikur en það liggur ekki ljóst fyrir að svo stöddu enda hafa greinargerðir ekki verið lagðir fram og fjöldi vitna sem kallað verður til því óljós.  Í samtali við Vísi segir einn verjandanna að líklegt verði að teljast að aðalmeðferðin gæti dregist á langinn. Málið sé umfangsmikið og því langar setur framundan. „En þetta ætti alveg geta tekist á þremur vikum,“ segir Vífill Harðarson, verjandi Péturs Kristins Guðmarssonar vonlítill.

Sak­born­ing­ar í mál­inu eru sem hér segir:

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrrverandi for­stjóri Kaupþings

Sig­urður Ein­ars­son, fyrrverandi for­stjóri bank­ans

Ingólf­ur Helga­son, fyrrverandi for­stjóri Kaupþings á Íslandi

Ein­ar Pálmi Sig­munds­son, fyrrverandi for­stöðumaður eig­in viðskipta í bank­anum

Magnús Guðmunds­son, fyrrverandi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg

Bjarki H. Diego,  fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Kaupþings 

Birn­ir Sær Björns­son, fyrrverandi verðbréfa­sal­i eig­in viðskipta í Kaupþingi

Pét­ur Krist­inn Guðmars­son, fyrrverandi verðbréfa­sal­i eig­in viðskipta í Kaupþingi

Björk Þór­ar­ins­dótt­ir sem sat í lána­nefnd kaupþings og starfaði á fyr­ir­tækja­sviði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×