Innlent

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýjustu tölum.
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýjustu tölum.
Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík samkvæmt nýjustu tölum en samkvæmt þeim er Framsókn með 14 prósent atkvæða en það skilar þeim tveim mönnum í Borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík.

Þetta eru stórtíðindi, sé miðað við skoðanakannanir sem gerðar voru skömmu fyrir kosningar.

Samfylkingin og Björt framtíð ná aðeins sjö borgarfulltrúum og er meirihlutinn því fallinn. Sjálfstæðismenn eru með 29,8 prósent atkvæða, sem er rúmum tveimur prósentustigum meira en Samfylkingin.

26.655 atkvæða hafa verið talin. Framsókn er með tvo borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur er með fimm, Samfylkingin fimm, Vinstri grænir með einn og Björt framtíð með tvo.

Illa gekk að fá tölurnar birtar í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins. Formaður kjörstjórnar þurfti þrjár tilraunir til þess að lesa hvernig atkvæðin féllu. 

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna J. Guðmundsdóttir, sem eru efstar á lista Framsóknarflokksins eru báðar inni í borgarstjórn, sé miðað við þessi úrslit. Framsóknarflokkurinn var mikið í umræðunni, eftir ummæli Sveinbjargar Birnu um lóðarúthlutun til Félags múslima, þann 23. maí. Sveinbjörg Birna lét hafa það eftir sér að flokkurinn hafi þurft að eyða minna fé í kosningabaráttuna vegna þess. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×