Skartgripir og nærbuxur sem eiga að koma í veg fyrir nauðgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. maí 2014 21:13 Markhópur fyrirtækjanna virðist vera ungar konur. Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira