Innlent

Viðurkennir að staðan sé ekki góð

Andri Ólafsson skrifar
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík er bjartsýnn fyrir kosningarnar.
Halldór Halldórsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík er bjartsýnn fyrir kosningarnar.
„Maður vissi ekkert hvaðan þetta kom. En sjálfstæðismenn í Reykjavík kusu breytingar í prófkjörinu síðasta haust og kusu mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Greint var frá því í morgun að fyrirhugað væri að ræða stöðu Halldórs sem oddvita á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í dag.

„Fulltrúaráðið kom saman núna í hádeginu á reglubundnum fundi og kom fram með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við mig sem oddvita."

Halldór viðurkennir þó að staða flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sé ekki góð.

„Staðan samkvæmt nýjustu könnunum er ekki góð, við verðum að gera betur og ætlum að gera betur,“ segir Halldór og bætir við: „Við erum með bestu stefnuna.“

Aðspurður segist hann bjartsýnn á að nægur tími sé fram að kosningum, sem fara fram eftir tíu daga, fyrir flokkinn til að laga stöðuna.

„Já ég er bjartsýnn á það,“ segir Halldór að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×