Fótbolti

Slátrunin í Aþenu 20 ára

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Desailly fagnar marki sínu.
Desailly fagnar marki sínu. vísir/getty
Það er farið að styttast í að úrslitaleikur Madrídarliðanna Real og Atletico í Meistaradeild Evrópu hefjist. Því er við hæfi að rifja upp einn merkasta úrslitaleik keppninnar sem fagnar 20 ára afmæli sínu nú í vor.

Það bjóst enginn við því að AC Milan gæti sigrað hið frábæra lið Barcelona 18. maí 1994. Barcelona var þá nýbúið að tryggja sér meistaratitilinn á Spáni og ekkert virtist geta stöðvað ótrúlega sóknarlínu liðsins undir stjórn Johan Cruyff.

Meiðsli og leikbönn hrjáðu lið Milan. Marco van Basten var meiddur líkt og þá dýrasti leikmaður heims, Gianluigi Lentini. Varnarmennirnir öflugu Franco Baresi og Alessandro Costacurta tóku báðir út leikbann og þar sem aðeins mátti tefla þremur erlendum leikmönnum í liði á þessum tíma voru Florin Raduicoiu, Jean-Pierre Papin og Brian Laudrup ekki með Milan.

Allir bjuggust við sigri Barcelona en annað kom á daginn þegar Milan vann öruggan 4-0 sigur.

Daniele Massaro skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik bættu Dejan Savicevic, besti maður vallarins, og Marcel Desailly við mörkum. Helstu atriði leiksins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×