Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2014 17:45 Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni. Vísir/Getty „Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
„Það var haft samband við okkur seint í gærkvöldi og við látnir vita að Ryan LaFlare hafi meitt sig á hné og þurfti að draga sig út úr bardaganum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður bardagakappans GunnarsNelson.Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Gunnar fengið nýjan mótherja á UFC-bardagakvöldinu í Dyflinni 19. júlí. Ryan LaFlare þurfti að hætta við og í staðinn mætir Gunnar öðrum Bandaríkjamanni, Zak Cummings. „Zak er glímumaður eins og Ryan og ósigraður í UFC þar sem hann hefur barist tvisvar. Hann er ekki jafnhátt skrifaður og LaFlare en alls ekki síðri bardagamaður,“ segir Haraldur. Ryan LaFlare hefur barist ellefu sinnum í blönduðum bardagalistum, MMA, og unnið alla bardagana, þar af fjóra í UFC (alla á dómaraúrskurði). Zak Cummings er öllu reyndari þrátt fyrir að vera árinu yngri en LaFlare, 29 ára. Hann á að baki 20 bardaga í MMA (17-3), þar af tvo í UFC. Annan vann hann á dómaraúrskurði en hinn með hengingu í fyrstu lotu. Cummings hengdi Benny Alloway í bardaga þeirra á UFC-kvöldi í fyrra en LaFlare hefur einnig barist við Alloway og kláraði hann á dómaraúrskurði. „Við hefðum væntanlega getað hafnað bardaganum en það er engin ástæða til þess. Zak er verðugur andstæðingur þó svo það hefði verið gaman að berjast við LaFlare. Zak hefur unnið 17 bardaga og náði á sínum tíma að vinna tíu bardaga í röð. Hann er mun reyndari andstæðingur og hefur rotað fleiri,“ segir Haraldur. Það er ekki óalgengt að bardagamenn dragi sig úr keppni vegna meiðsla eins og Gunnar þekkir sjálfur of vel. Bæði hefur hann lent í því að skipt hefur verið 2-3 sinnum um andstæðing og þá hefur hann sjálfur þurft að hætta við bardaga vegna meiðsla. „Þetta er eins og Gunnar hefur alltaf sagt, það er ekkert sniðugt að æfa fyrir einhvern sérstakan andstæðing. Maður veit aldrei á móti hverjum maður berst á endanum. Þú gæti verið að æfa fyrir bardaga á móti glímukappa en endar á að mæta einhverjum boxara,“ segir Haraldur Dean Nelson.Bardagi Gunnars Nelson í Dyflinni 19. júlí verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05