Fótbolti

Sevilla vann Evrópudeildina í vítaspyrnukeppni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sevilla-menn lyfta bikarnum.
Sevilla-menn lyfta bikarnum. Vísir/Getty
Sevilla vann Evrópudeild UEFA í kvöld eftir sigur á Benfica í vítaspyrnukeppni.

Bæði lið fengu urmul færa í leiknum en hvorugu tókst að koma boltanum í netið, hvorki í venjulegum leiktíma né framlengingu. Liðin hefðu eflaust getað spilað í marga daga án þess að skora.

Eftir 120 fjörugar mínútur en ekkert mark þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar voru Spánverjarnir sterkari.

Bæði lið skoruðu úr fyrstu spyrnum sínum en síðan varði Beto, markvörður Sevilla, tvær spyrnur í röð og lagði grunninn að sigrinum.

Sevilla-menn fögnuðu eðlilega vel og innilega en þetta er í þriðja skiptið sem liðið vinnur Evrópudeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×