Sport

Kenny Baker: Gunnar Nelson finnur alltaf leið til sigurs

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Gunnar Nelson og Kenny Baker á æfingu.
Gunnar Nelson og Kenny Baker á æfingu. Mjölnir
Englendingurinn Kenny Baker er svart belti brasilísku jiu-jitsu og dvaldi nýlega hér á landi við æfingar í Mjölni. Gunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í UFC í Dublin í júlí en Baker telur Gunnar líklegri til sigurs.

Kenny Baker og Gunnar Nelson hafa æft saman um langt skeið víðs vegar um heiminn en þetta var níunda heimsókn Baker til Íslands. Baker er svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Braulio Estima sem er einn fremsti gólfglímumaður heims.

Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Ryan LaFlare þann 19. júlí í Dublin. Bardaginn verður fjórði UFC bardagi Gunnars en LaFlare er afar sterkur glímumaður. Baker telur að Gunnar eigi eftir að sigra bardagann.

Gunnar höndlar glímumenn (e. wrestlers) og er vanur að eiga við þá. Ég held að hreyfingarnar hans, tímasetningarnar og hugurinn eigi eftir að verða of mikið fyrir LaFlare," sagði Baker.

„Ryan LaFlare á eftir að vera erfiður í byrjun og á eftir að koma með þennan hefðbundna bandaríska glímustíl, hausinn fram og pressa áfram, en Gunnar er mjög skynsamur og veit hvernig á að hreyfa sig. Gunnar er auðvitað undraverður glímumaður og ég held að LaFlare eigi ekki eftir að ráða við hann. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta endar en Gunnar finnur alltaf leið til sigurs," sagði Kenny Baker í viðtali við MMA Fréttir. Viðtalið í heild sinni má lesa hér en þar talar hann m.a. um MMA á Íslandi og segir skemmtilega sögu af þeim félögum.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×