Erlent

Neyðarástand á Galapagos

visir/ap
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Galapagos eyjum eftir að flutningaskip strandaði þar í síðustu viku.

Óttast er að spilliefni úr skipinu geti ógnað lífríki þessarar miklu náttúruperlu.

Allur farmur hefur verið fluttur úr skipinu en stjórnvöld í Ekvador, sem stýra Galapagos, óttast að olía úr tönkum skipsins geti mengað hinar ósnortnu strendur eyjanna.

Um 70 þúsund lítrar af olíu eru um borð. Unnið er að því að koma taug í skipið þannig að hægt verði að draga það á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×