Íslenski boltinn

Páll Viðar: Chuck er ekki byrjaður að æfa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chuck er mikilvægur fyrir Þór.
Chuck er mikilvægur fyrir Þór. Vísir/Sævar Geir
„Vonbrigði en það er engin uppgjöf í okkur. Við einbeitum okkur bara að næsta leik, það er það eina sem við getum gert. Við verðum bara að halda áfram og reyna að fylla upp í markið og skora mörk til að fá stig. Það er ekkert flóknara en það, við erum að berjast á botninum og það er staðreyndin sem við verðum að horfast í augu við.“

Þetta sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, við Ólaf Hauk Tómasson, blaðamann Vísis á Þórsvellinum eftir 4-3 tapið gegn Stjörnunni í kvöld, aðspurður um hvernig hann liti á stöðu liðsins.

Þór er í botnsæti Pepsi-deildarinnar, án stiga eftir fjórar umferðir en eins og gefur að skilja er liðið búið að tapa öllum fjórum leikjum sínum til þessa.

„Við erum í erfiðleikum. Við fáum á okkur fjögur mörk á heimavelli sem segir okkur það að við erum í erfiðleikum með að halda búrinu okkar hreinu og við þurfum að skora ansi mörg mörk til að fá eitthvað út úr þessu," sagði Páll Viðar.

Jóhann Þórhallsson, framherjinn sem lagði skóna á hilluna fyrir mót, var með Þór í leiknum en hann lagði upp eitt mark. Hvers vegna var hann dreginn á flot?

„Fyrst og fremst vegna langrar fráveru okkar aðal framherja, Chuck, hann hefur ekki verið með og við erum að reyna að berjast við að leysa þetta og þeir sem hafa gert það hafa gert það ágætlega en við erum að berjast við að koma boltanum í netið og Jói á nokkur mörk í íslenskum fótbolta og var til í að koma til að hjálpa okkur og ég er þakklátur fyrir það,“ sagði Páll Viðar en Jóhann hefur skoraði 100 mörk í 254 leikjum í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.

Ljóst er að Þórsurum sárvantar að nota framherjann öfluga, Chukwudi Chijindu, í leikjum liðsins en hann hefur ekki enn komið við sögu vegna meiðsla. Og af orðum Páls Viðars að dæma í kvöld er enn eitthvað í að hann spili.

„Chuck er ekki byrjaður að æfa ennþá,“ sagði Páll Viðar Gíslason.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×