Enski boltinn

Figo hafði gáfurnar - Ronaldo hefur kraftinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo er bestur í heimi að margra mati.
Cristiano Ronaldo er bestur í heimi að margra mati. Vísir/Getty
Nuno Gomes, fyrrverandi landsliðsmaður Portúgals, finnst samlandi sinn, CristianoRonaldo, leikmaður Real Madrid, vera besti fótboltamaður heims í dag en segir hann ekki vera jafnsnjallan og annar Portúgali, LuisFigo, var á knattspyrnuvellinum.

Gomes spilaði við hlið Figo með Portúgalska landsliðinu á árunum 1996-2006 en hann náði einnig fyrstu árum Ronaldo með landsliðinu þegar hann kom ungur að árum inn í það.

Hann gengst við því að Ronaldo sé mun líkamlega sterkari en Figo var en vill meina að Figo hafi búið yfir meiri fótboltagáfum.

„Á sínum tíma var Figo sá besti en Cristiano er bestur í heimi í dag. Figo hafði gáfurnar en Ronaldo hefur kraftinn,“ segir Gomes í viðtali á UEFA.com.

Figo var kjörinn besti leikmaður Evrópu árið 2000 en hann spilaði 239 leiki fyrir Real Madrid á árunum 2000-2005. Ronaldo hefur í tvígang verið kjörinn bestur í heimi en hann á að baki 244 leiki fyrir Real síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2009.

„Cristiano skorar vissulega meira en Figo en það er vegna þess að hann spilar ekki bara sem vængmaður heldur líka framherji. Figo var meiri alvöru kantmaður,“ segir Nuno Gomes.

Luis Figo klæddist aftur búningi Real í sýningarleik gegn Manchester United síðasta sumar og lítur enn hrikalega vel út.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×