Svona gerist þegar lofað er lopapeysu á hvert barn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2014 21:15 Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar. Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Oddvitinn í Reykhólahreppi, sem lofaði lopapeysu á hvert barn sem fæddist í sveitinni, hefur enn þurft að herða prjónaskapinn, því eftir að við sögðum ykkur í vetur frá barnasprengjunni í þessum fámenna hreppi hafa þrjú börn bæst við. Það var eins og allt væri morandi í börnum þegar við heimsóttum Reykhóla í vetur. Við sáum pabba með barnavagn og mömmu með barnavagn, og sveitarstjórinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir gladdist yfir tölunum: „Hérna í Reykhólaþorpinu eru um 25% íbúanna yngri en tíu ára. Við alveg skerum úr af sveitarfélögunum á Vestfjörðum,” sagði sveitarstjórinn.Mæðurnar komu saman með börnin ásamt oddvitanum í bókasafni Reykhólaskóla. Eitt barnanna ellefu vantar á myndina en það er flutt í annað sveitarfélag með foreldrum sínum.Sumir vildu meina að allt hefði farið á fullt með áheiti oddvitans, Andreu Björnsdóttur. „Ég lofaði upp í ermina á mér. Ég sá fram á að ekkert barn myndi fæðast og svona þjarmaði að einum sveitunga mínum og lofaði peysu. Ég náttúrlega verð að standa við það. Svo ákvað ég bara að halda því áfram,” sagði Andrea oddviti. Hún hamaðist við að prjóna, enda voru börnin orðin átta á einu ári, þegar Stöð 2 tók við hana viðtal í vetur. „Og von á fleirum. Þannig að það er gaman að þessu,” sagði Andrea.Andrea prjónaði líka sokka á börnin. Hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs sem oddviti.Já, þau voru fleiri á leiðinni og síðan viðtalið var tekið hafa þrjú bæst við. Þau eru orðin ellefu talsins á rúmu ári, þrefalt fleiri en landsmeðaltalið segir að fæðist árlega í 270 manna sveitarfélagi. Svo skemmtileg þykir þessi saga að mæðurnar ákváðu að hittast með barnaskarann í bókasafni grunnskólans á dögunum til að sýna oddvitanum hvernig peysurnar og sokkarnir færu börnunum þeirra en Andrea prjónaði einnig sokka á börnin. Meðfylgjandi myndir birtust á Reykhólavefnum. Andrea segist ekki vita hvort fleiri séu á leiðinni en segir það koma í hlut næsta oddvita að ákveða hvort einhverri slíkri hvatningu verði haldið áfram því hún gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í lok mánaðarins. Fjallað var um fjörið í Reykhólasveit í þættinum „Um land allt" í febrúar.
Kosningar 2014 Vestfirðir Reykhólahreppur Um land allt Tengdar fréttir Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Barnasprengja á Reykhólum eftir að oddvitinn lofaði peysu Óvenju mörg börn hafa fæðst í Reykhólasveit að undanförnu og er hlutfall barna orðið það hæsta á Vestfjörðum. 11. febrúar 2014 18:00