Enski boltinn

John Terry byrjar á Stamford Bridge í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Vísir/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, er í byrjunarliðinu í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðan í fyrri leiknum á Spáni.

Jose Mourinho setur hann í byrjunarliðið í kvöld og spilar að því virðist í þriggja manna vörn að mati BBC. Ashley Cole, David Luiz, Fernando Torres og Eden Hazard eru líka allir í byrjunarliði Chelsea í þessum leik.

Byrjunarlið Chelsea í kvöld: Schwarzer, Ivanovic, Cahill, Terry (fyrirliði), Cole, Ramires, David Luiz, Azpilicueta, Hazard, Willian, Torres.

Chelsea hefur lagt höfuðáherslu á góða vörn í síðustu leikjum og það er því mikilvægt að vera með fyrirliðann í miðri vörninni í þessum gríðarlega mikilvæga leik.

Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og við erum því enn að bíða eftir fyrsta markinu í þessu einvígi um laust sæti í úrslitaleiknum á móti Real Madrid.






Tengdar fréttir

Terry að skrifa undir nýjan samning

Fyrirliði Chelsea, John Terry, er við það að skrifa undir framlengingu á samning sínum hjá Chelsea samkvæmt Steve Holland, aðstoðarþjálfara Chelsea. Talið er að laun Terry muni lækka um helming en hann verður 34 ára á þessu ári.

Steindautt jafntefli hjá Atletico og Chelsea

Það er allt galopið fyrir seinni leik Atletico Madrid og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli á Spáni í kvöld.

Cech spilar ekki meira | Lítur illa út með Terry

Chelsea varð fyrir miklu áfalli í kvöld er markvörður þeirra, Petr Cech, meiddist illa á öxl. Hann mun ekki spila meira á tímabilinu og tímabilinu gæti einnig verið lokið hjá John Terry.

Cech og Terry æfðu óvænt með Chelsea

Tímabilið átti að vera búið hjá Petr Cech, markverði Chelsea, er hann fór úr axlarlið í fyrri leik Chelsea og Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×