Körfubolti

Jón Arnór gerði sitt en það var ekki nóg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Anton
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza hafa ekki náð að fylgja eftir sigrinum glæsilega á Barcelona á dögunum því liðið tapaði með tíu stigum á móti Unicaja Málaga á heimavelli, 81-91, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

CAI Zaragoza hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir sigurinn á Barcelona þar af steinlá liðið fyrir Joventut Badalona um síðustu helgi.

Jón Arnór átti fínan leik í dag en hann var með 11 stig og 5 stoðsendingar auk þess að taka 2 fráköst og stela 2 boltum á 25 mínútum. Jón Arnór hitti úr 2 af 3 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

CAI Zaragoza var 25-22 yfir eftir fyrsta leikhluta og 43-41 yfir í hálfleik en missti frá sér leikinn í þriðja leikhlutanum sem tapaðist 10-25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×