Sport

Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér eru Jón Axel og Martin að kljást í fyrsta leik liðanna. Þessir tveir ungu leikmenn hafa vakið mikla athygli.
Hér eru Jón Axel og Martin að kljást í fyrsta leik liðanna. Þessir tveir ungu leikmenn hafa vakið mikla athygli. VÍSIR/STEFÁN
Svokölluð óíþróttamannsleg villa sem dæmd var á Martin Hermannsson, leikmann KR-inga, undir lok annars úrslitaleiksins gegn Grindvíkingum vakti strax mikla athygli og hefur verið til mikillar umræðu á netinu.

Vefsíðan Leikbrot hefur birt myndband af atvikinu sem má sjá hér að neðan.

Leifur Garðarsson, einn þriggja dómara leiksins í gær, dæmdi villuna. Hún kom á ákaflega mikilvægu augnabliki. Grindvíkingar fengu í kjölfarið tvö vítaskot og boltann aftur.

36. grein reglna um körfuknattleik nær yfir brotið. Reglan lítur svona út:

„Ef leikmaður veldur snertingu við mótherja aftanfrá eða til hliðar í tilraun til að stöðvar hraðaupphlaup og það er enginn mótherji milli sóknarleikmanns og körfu mótherja er það óíþróttamannsleg villa.“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR-inga, sagði í viðtali við Hörð Magnússon strax eftir leik, að dómurinn hafi verið réttur. Hann setti aftur á móti spurningamerki við atvikið sem gerðist skömmu áður, þegar Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson stal boltanum af Brynjari Björnssyni, leikmanni KR. Finnur taldi það hafa verið brot.

Dæmi nú hver fyrir sig:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×