Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 16:30 Anna á Stóru-Borg komin með nakinn smalapiltinn í rúmið. Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson í hlutverkum sínum. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins „Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. Eyfellingar verða heimsóttir en sagan hefur nú í fyrsta sinn verið færð á svið, í leikgerð Margrétar Tryggvadóttur, kennara á Hvolsvelli. Leikfélag Austur-Eyfellinga sýnir verkið þessa dagana í félagsheimilinu Heimalandi við Seljaland.Anna og Hjalti í Paradísarhelli þar sem hún faldi ástmann sinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rithöfundurinn Jón Trausti skrifaði skáldsöguna um Önnu á Stóru-Borg árið 1914 en hann byggði á sögulegum heimildum. Anna var auðug og af höfðingjaættum, dóttir helsta valdamanns landsins á sextándu öld. Hún var sögð um þrítugt en Hjalti fimmtán ára þegar þau hófu ástarsamband.Páll, bróður Önnu, býr sig undir að höggva höfuðið af Halli grámunki, sem neitaði að gefa upp felustað Hjalta. Bjarni Böðvarsson og Sigurður Hróarsson í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það þótti ekki sæmandi að hún legði lag sitt við fátækling. Henni var ætlað að giftast heldri manni. Bróðir hennar tók að sér að stía þeim Hjalta í sundur og finna eiginmann sem væri henni samboðinn. Hann hótaði jafnframt að drepa Hjalta sem varð til þess að Anna faldi hann árum saman í Paradísarhelli.Þórður Tómasson á Skógum sýnir barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í þættinum „Um land allt“ verður fræðst um sannleiksgildi sögunnar og sögusviðið kannað en vitað er að þau Anna og Hjalti eignuðust börn saman. Þórður Tómasson á Skógum fer með Stöðvar 2-mönnum að rústum hinnar fornu Stóru-Borgar og sýnir muni sem þar fundust og eru varðveittir á Byggðasafninu á Skógum.Sigurður Hróarsson, forstöðumaður Njálusetursins á Hvolsvelli og fyrrverandi leikhússtjóri, þykir magnaður í hlutverki munksins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Jafnframt verður rætt við aðstandendur leiksýningarinnar og nokkra leikara, þeirra á meðal Þórunni Ólafsdóttir, sem fer með titilhlutverkið. Leikverkið kallaði eðlilega á ástarsenur og fer hún á sviðinu upp í rúm með sér mun yngri manni, en í sögunni er það Anna sem skipar Hjalta að afklæðast og koma í ból sitt. Jón Helgi Ingvarsson leikur Hjalta. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, fylgist þó grannt með öllu því hann leikur einnig í verkinu. Hann fékk þó ekki að leika Hjalta, segist hafa þótt of gamall. Alls taka um tuttugu leikarar þátt í sýningunni og annar eins fjöldi kemur að uppfærslunni baksviðs, við leikmynd, búninga, smink, lýsingu og miðasölu. Leikstjóri er Sveinn Óskar Ásbjörnsson.Leikarar eru flestir Eyfellingar, ýmist búsettir undir Eyjafjöllum, á Hvolsvelli eða í Fljótshlíð.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira