Körfubolti

Hrannar gerði SISU að meisturum fjórða árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrannar Hólm fagnar með liði sínu í gær.
Hrannar Hólm fagnar með liði sínu í gær. Mynd/Heimasíða SISU
Hrannar Hólm og stelpurnar hans í kvennaliði SISU tryggðu sér í gærkvöldi danska meistaratitilinn í körfubolta eftir öruggan sigur á Stevnsgade á heimavelli.

SISU vann leikinn 71-56 og þar með einvígið 3-0 en liðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni í ár. Liðið varð einnig danskur bikarmeistari á leiktíðinni.

SISU vann hina leikina 74-64 og 76-57 og alla leikina því með tíu stigum eða meira.

Kildeskovs-höllin var troðfull og mikil stemmning þegar SISU-liðið hélt sigurgöngu sinni áfram en þetta er fjórða árið í röð sem Hrannar gerir liðið að dönskum meisturum.

Hrannar Hólm var verðlaunaður sem besti þjálfari ársins fyrir leikinn en SISU varð í vetur fyrsta liðið í sögu dönsku deildarinnar sem vinnur tvöfalt fjögur ár í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×