OKCupid hvetur notendur til að sniðganga Mozilla Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 19:30 Firefox er gríðarlega vinsæll netvafri úr smiðju hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla. Vísir/Skjáskot Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“ Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira