Fótbolti

Frábær sigur Basel í Valencia

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir í Basel eru í góðum málum.
Strákarnir í Basel eru í góðum málum. Vísir/Getty
Svissneska liðið Basel er komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta annað árið í röð eftir frábæran 3-0 heimasigur gegn spænska liðinu Valencia í kvöld.

Argentínumaðurinn Matias Delgado skoraði fyrstu tvö mörk heimamanna á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik en þetta eru fyrstu mörk miðjumannsins fyrir Basel á tímabilinu. Sá kann að velja sér stað og stund.

Valentin Stocker bætti svo við þriðja markinu fyrir Basel í uppbótartíma og þarf mikið að gerast ef svissneska liðið á ekki að fara í undanúrslitin.

Porto vann góðan sigur á Sevilla á heimavelli, 1-0, þar sem EliaquimMangala skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu.

Porto varð fyrir áfalli í leiknum því miðjumaðurin öflugi Fernando fékk að líta rauða spjaldið og verður því ekki með í seinni leiknum en það er vatn á myllu Sevilla-manna.

Juventus vann svo mikilvægan sigur, 1-0, á Lyon í Frakklandi þar sem varnarmaðurinn Leonardo Bonucci skoraði sigurmarkið fyrir Ítalíumeistarana á 85. mínútu.

Úrslit kvöldsins:

AZ Alkmaar - Benfica 0-1

0-1 Eduardo Salvio (49.).

Basel - Valencia 3-0

1-0 Matias Delgado (34.), 2-0 Matias Delgado (38.), 3-0 Valentin Stocker (90.+1).

Porto - Sevilla 1-0

Eliaquim Mangala (31.).

Lyon - Juventus 0-1

0-1 Leonardo Bonucci (85.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×