Körfubolti

Hildur: Bjóst aldrei við að koma aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vísir/Óskar Ó
Hildur Sigurðardóttir var mögnuð með Snæfelli í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Hildur lék í mörg ár með KR en hún er þó fædd og uppalinn í Stykkishólmi. Þangað sneri hún aftur árið 2011.

"Þegar ég fór héðan, þá gat ég aldrei ímyndað mér að ég myndi koma hingað aftur til að spila körfubolta," sagði hún eftir leikinn í kvöld.

"En aðstæður hafa breyst hérna, það er kominn framhaldsskóli úti í Grundarfirði, þannig að það er hægt að halda úti liði. Ég er búin að vera hérna í þrjú ár og það hefur verið stígandi í liðinu með hverju ári og núna erum við búnar að landa tveimur stórum titlum. Auðvitað er þetta mjög sætt."

Viðtalið í heild sinni má lesa hér fyrir neðan, sem og fleiri viðtöl og umfjöllun um leikinn í kvöld.


Tengdar fréttir

Hildur best í úrslitakeppninni

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×