Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 11:43 Fjölmargir voru mættir á kynningu skýrslunnar á Grand Hótel í morgun. visir/gva Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“ ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“
ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36