Innlent

„Við þrír saman erum að borga 900 þúsund í vexti á ári“

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fóru yfir fréttir vikunnar í Mín skoðun.

Meðal annars ræddu þeir um skuldarniðurfellingu stjórnvalda, Úkraínu, stjórnmálaflokkana í Reykjavík og hvalveiðar Íslendinga.

Um skuldarniðurfellingu stjórnvalda voru Helgi og Elliði með mismunandi skoðanir og Helgi hafði áhyggjur af því að þeir sem væru í verstu stöðunni og væri mjög skuldsett, muni ekki koma til með að njóta niðurfellingarinnar.

Elliði sagðist hafa verið mjög gagnrýninn á kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningar. Sagðist hann hafa djúpar og miklar áhyggjur af rekstri ríkisins og hve mikið þjóðin væri að borga í vexti á ári. Nauðsynlegt væri að hugsa um þá stöðu áður en farið væri í að leiðrétta stöðu landsmanna.

„Við þrír saman erum að borga 900 þúsund í vexti á ári,“ sagði Elliði meðal annars. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Seinni hluta umræðunnar má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×