Enski boltinn

Moyes: Við getum unnið Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, upplifði langþráða sigurstund á Old Trafford í gærkvöldi þegar United-liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á gríska liðinu Olympiacos.

„Við verðum væntanlega litla liðið þegar dregið verður í átta liða úrslitunum en ég trúi því innilega að liðið mitt geti unnið Meistaradeildina," sagði David Moyes við Guardian.

„Ef við sýnum hvað við getum, sem við höfum ekki gert nægilega oft í vetur, þá getum við unnið öll lið. Við þurftum að koma til baka eftir tapið á móti Liverpool og við gerðum það með stæl með þessum sigri," sagði Moyes.

„Þetta voru virkilega góð úrslit í Evrópukeppni því við unnum upp tveggja marka forskot. Þetta þýðir að við fáum tvo Meistaradeildarleiki í viðbót og það er eitthvað til að hlakka til," sagði Moyes.

Robin van Persie var hetja Manchester United í leiknum en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins. Það er hægt að sjá mörkin hans hér fyrir neðan.

Vísir/Getty
Mörkin úr leik Manchester United og Olympiacos.

Tengdar fréttir

Moyes: Giggs er frík

Hinn fertugi Ryan Giggs átti stórleik í 3-0 sigri Manchester United á Olympiakos í kvöld.

Meiðsli Van Persie ekki alvarleg

David Moyes, stjóri Manchester United, sagði eftir sigur sinna manna á Olympiakos í kvöld að Hollendingurinn Robin van Persie væri ekki alvarlega meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×