Fótbolti

Lahm: Við mætum til Manchester til að skora mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philipp Lahm og Thomas Müller.
Philipp Lahm og Thomas Müller. Vísir/Getty
Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, hefur tjáð sig á heimasíðu UEFA, um leikina á móti enska liðinu Manchester United í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en liðin drógust saman í dag.

Evrópumeistarar Bayern München slógu Arsenal út úr sextán liða úrslitunum og mæta nú Englandsmeisturum Manchester United. Líkt og móti Arsenal er fyrri leikurinn spilaður á Englandi.

„Við megum ekki láta núverandi stöðu Manchester United í ensku deildinni blekkja okkur eða trufla einbeitingu okkar fyrir leikinn," sagði Philipp Lahm en Manchester United er aðeins í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við mætum til Manchester til að spila sóknarbolta og skora mörk. Ég tel að það skipti engu máli þótt að fyrri leikurinn sé á útivelli," sagði Lahm.

„Í fyrra spiluðum við mikið fyrri leikina á heimavelli og unnum samt. Það sem er mikilvægast er að skora mark í útivelli," sagði Lahm.

Bayern München og Manchester United hafa mæst níu sinnum en þekktasti leikurinn er örugglega 2-1 sigur United í Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999 en bæði mörk enska liðsins komu í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×