Erlent

Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnarbygging Krímsaga, áður þinghús svæðisins, ber nú rússneskan fána.
Stjórnarbygging Krímsaga, áður þinghús svæðisins, ber nú rússneskan fána. Vísir/AFP
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, skrifaði fyrir skömmu undir lög sem gera Krímskaga hluta af Rússlandi. Innlimun svæðisins er þá fulllokið og lögin hafa lokið sínu ferli. Áður en hann skrifaði undir lögin sagði Pútín að um stórmerkan atburð væri að ræða.

Lögin fengu flýtimeðferð í gegnum stjórnkerfi Rússlands eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á Krímskaga á sunnudaginn. Samkvæmt kosningunni voru íbúar svæðisins nær einhuga í inngöngu í Rússland.

Stjórnvöld Úkraínu og mörg vestræn ríki hafa fordæmt atkvæðagreiðsluna og aðgerðir Rússlands. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Rússlandi.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson fer í opinbera heimsókn til Úkraínu í dag þar sem hann mun ræða við stjórnvöld um ástandið í landinu. Hann staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn þeim sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×