Körfubolti

Drekarnir tryggðu sér heimavallarrétt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur og Jakob Örn.
Hlynur og Jakob Örn. Vísir/Valli
Sundsvall Dragons unnu mikilvægan sigur á Norrköping í lokaumferð deildarkeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld, 99-85.

Sundsvall var með forystuna lengst af í leiknum en Norrköping var aldrei langt undan og komst yfir í upphafi síðari hálfleiks. En Drekarnir endurheimtu hana stuttu síðar og héldu henni til leiksloka.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 22 stig í kvöld og var stigahæstur leikmanna Sundsvall. Hann gaf einnig sjö stoðsendingar. Hlynur Bæringsson skilaði svo enn einni tvennunni en hann var með átján stig og fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson var svo með sjö stig og fjögur fráköst.

Sundsvall endaði í fjórða sæti deildarinnar með 44 stig, tveimur meira en Uppsala sem verður andstæðingur Drekanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Úrslitakeppnin hefst á mánudaginn en fyrsti leikur Drekanna verður á þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×