Innlent

Um tvö þúsund manns mótmæla á Austurvelli

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Að sögn lögreglu hafa mótmælin farið friðsamlega fram.
Að sögn lögreglu hafa mótmælin farið friðsamlega fram.
Tæplega tvö þúsund manns eru mættir á Austurvöll til að mótmæla áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Þetta eru fjórðu mótmælin í röð sem haldin eru á laugardegi.

„Við þurfum að sýna stjórnmálamönnum að það þýðir ekkert að „stinga hausnum í steininn“. Við höldum ótrauð áfram þar til lýðræðið hefur sigrað og sættum okkur ekki við neitt sýndarlýðræðið. Kosningar um að hætta strax eða tafarlaust? Nei, takk. Enga útúrsnúninga. Við viljum kjósa um áframhald viðræðnanna, eins og lofað var!,” segir á Facebook-síðu mótmælanna.

Að sögn lögreglu hafa mótmælin farið friðsamlega fram.


Tengdar fréttir

Mótmælin við Austurvöll - 3. dagur

Þriðju mótmælin á Austurvelli eru hafin en mótmælt er fyrirhugaðri afturköllun aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Samstöðufundur á Austurvelli í dag

Boðað hefur verið til þriðja samstöðufundarins á Austurvelli í dag gegn áætlunum ríkisstjórnarinnar um að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fundurinn hefst klukkan þrjú.

Bjarni setur rifu á ESB dyrnar

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarflokkana hljóta að taka viðbrögð við tillögu stjórnarflokkana alvarlega.

Hátt í fjórða þúsund á Austurvelli

Skorað er á ríkisstjórnina að hætta við þingsályktunartillöguna og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli aðildaviðræðum áfram.

Útilokar ekki málamiðlun í ESB málinu

Formaður utanríkismálanefndar segir að tillögur stjórnarandstöðunnar í ESB málinu fái þinglega meðferð eins og tillaga utanríkisráðherra. Menn séu full fljótir að draga ályktanir um að samkomulag takist ekki.

„Við viljum girðinguna“ - Mótmælin halda áfram

"Við viljum girðinguna,“ hrópaði fólkið en engin girðing var sett upp til verndar Alþingishúsinu í dag eins og verið hefur. Girðingin hefur nýst vel til þess að berja í og búa þannig til hávaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×