Erlent

Pistorius ældi í réttarsalnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Haft er eftir fréttamanni Sky að Pistorius hafi kúgast reglulega meðan á lestrinum stóð og á endanum ælt.
Haft er eftir fréttamanni Sky að Pistorius hafi kúgast reglulega meðan á lestrinum stóð og á endanum ælt. vísir/afp
Suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius ældi í réttarsal í Pretoríu í dag þegar niðurstöður krufningar á Reevu Steenkamp, kærustu hans, voru lesnar upphátt.

Pistorius skaut Steenkamp til bana í febrúar í fyrra og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Í dag er sjötti dagur réttarhaldanna yfir honum en hann segist hafa haldið að Steenkamp væri innbrotsþjófur þegar hann skaut hana hina í gegnum lokaða baðherbergishurð.

Haft er eftir fréttamanni Sky að Pistorius hafi kúgast reglulega meðan á lestrinum stóð og á endanum ælt. Starfsmaður í réttarsal beindi þá hljóðnema í átt frá Pistoriusi til þess að minna bæri á hljóðinu.

Dómarinn hefur ítrekað spurt hvort Pistorius treysti sér til að halda áfram og hefur verjandi hans svarað því játandi fyrir hans hönd.

Slökkt var á sjónvarpsmyndavélum á meðan réttarmeinafræðingur gaf skýrslu. Var það gert af virðingu við Steenkamp og aðstandendur hennar.

Pistorius á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann sakfelldur en reiknað er með að réttarhöldin yfir honum taki í það minnsta tvær vikur til viðbótar.


Tengdar fréttir

Fréttaskýring: Kaldrifjað morð eða hræðilegt slys?

Dómari í borginni Pretoria í Suður-Afríku hefur ákveðið að taka mál spretthlauparans Oscar Pistorius fyrir á morgun, eftir að búið er að taka blóðsýni úr honum. Til stóð að morðákæra gegn honum yrði tekin fyrir hjá dómstólum síðdegis í dag.

Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd

Í byrjun vikunnar var Oscar Pistorius formlega ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hér má sjá skýringarmyndir af atburðarásinni í febrúar, þegar unnusta hans lét lífið.

Nágranni heyrði skelfingaröskur Reevu

Suður-afríski íþróttamaðurinn Oscar Pistorius sagðist fyrir dómi í gær vera saklaus af ásökunum saksóknara um að hafa myrt Reevu Steenkamp, kærustu sína, á Valentínusardaginn í fyrra.

Fyrstu viku réttarhaldanna yfir Pistorius lokið

Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Hver er Oscar Pistorius?

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er grunaður um að hafa myrt kærustu sína af yfirlögðu ráði að morgni 14. febrúar. En hver er þessi margumtalaði maður?

Pistorius hágrét í réttarsal

Spretthlauparinn Oscar Pistorius grét í réttarsal í morgun þegar hann var formlega ákærður fyrir morðið á kærustu sinni á heimili þeirra í gærmorgun.

Pistorius formlega ákærður

Frjálsíþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur verið formlega ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína á heimili þeirra í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×