14 slökkvilið aldrei skilað inn brunavarnaáætlun Svavar Hávarðsson skrifar 12. mars 2014 08:48 Án brunavarnaáætlunar er hvergi kortlagt hvort slökkvilið geti uppfyllt lögbundnar skyldur sínar. Svo á við um 14 af 37. Fréttablaðið/Hari Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Af 37 slökkviliðum sem starfa hér á landi hafa sex gilda brunavarnaáætlun. Á annan tug slökkviliða hefur aldrei staðið skil á áætlun, eða frá því árið 2000 þegar lög um brunavarnir tóku gildi. „Mér finnst það grafalvarlegt að sveitarfélögin hundsi það að skrá niður hvernig björgunarmálum þeirra er háttað, og skila ekki inn brunavarnaáætlun. Þetta er þeirra eigið öryggi og íbúar eiga kröfu á að fá þessar upplýsingar. Sveitarstjórnarmenn eiga jafnframt að vera vel upplýstir,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt lögum skal á hverju starfsvæði slökkviliðs liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki Mannvirkjastofnunar og sveitarfélagsins. Áætlunin á að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin. Björn segir það eitt að það dragist að skilað sé inn endurskoðaðri áætlun á fimm ára fresti. Hins vegar sé þetta annað mál, og virkilega ámælisvert, í tilfelli þeirra sveitarfélaga þar sem látið hefur verið undir höfuð leggjast að sinna þessu mikilvæga atriði, í vel á annan áratug. „Þetta lýtur að því hverjar eru helstu hætturnar og hver staða liðsins er; mönnun þess og þjálfun.“ Sveitarstjórn ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Mannvirkjastofnun fer aftur með yfirumsjón með slökkvistarfi sveitarfélaga og eftirlitshlutverk, þar á meðal því sem lýtur að nefndum áætlunum. „Aðalatriðið er að sveitarfélagið ber ábyrgð á eigin öryggi. Þeir geri sér grein fyrir hver staða málsins er, og geti þannig tekið ábyrgð. Og að þegnarnir geti aflað sér upplýsinga. Hvað varðar ábyrgð Mannvirkjastofnunar í þessu, og spurninguna hvað stofnunin er búin að gera og af hverju staðan er svona, þá höfum við margsinnis skrifað þessum sveitarfélögum og varað þau við. Við höfum nýverið tekið upp á því að hóta að málið verði tekið sérstaklega fyrir með umhverfisráðuneytinu, og þaðan fari málið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála; innanríkisráðuneytisins. Þetta er í raun það eina sem við getum gert,“ segir Björn og bætir við að skýringar sveitarfélaganna séu oftar en ekki sameiningar sveitarfélaga. Mannvirkjastofnun hefur engin þvingunarúrræði í hendi til að þrýsta á sveitarfélögin.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira