Enski boltinn

Touré: Hefðum unnið Barcelona með betri dómara

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pablo Zabaleta var rekinn af velli í gærkvöldi.
Pablo Zabaleta var rekinn af velli í gærkvöldi. Vísir/Getty
„Ef við hefðum fengið góða dómara í báðum leikjunum hefði allt verið í þessu fína,“ sagði Yaya Touré, leikmaður Manchester City, eftir tapið gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Enska liðið er úr leik eftir 2-0 tap í fyrri leiknum á heimavelli og 2-1 tap í þeim síðari á Nývangi í gærkvöldi.

City missti Martin Demichelis af velli með rautt spjald í fyrri leiknum og Lionel Messi skoraði úr vítaspyrnu í kjölfarið. Þá átti liðið að fá vítaspyrnu í gærkvöldi rétt eins og Börsungar en franskur dómari leiksins átti ekki sinn besta dag.

Samir Nasri tekur undir með samherja sínum en hann sagði City-liðið ekki hafa fengið neina hjálp frá dómurunum.

„Við spiluðum vel og gerðum allt sem við gátum. Við töpuðum þessu einvígi í fyrri leiknum en aftur fengum við enga hjálpa frá dómrunum þannig þetta var frekar erfitt,“ sagði Samir Nasri.


Tengdar fréttir

Barcelona í átta liða úrslitin sjöunda árið í röð | Myndband

Barcelona er sjöunda árið í röð komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur í seinni leiknum á móti Manchester City á Nývangi í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 2-0 á útivelli og þar með 4-1 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×