Fótbolti

Synd að þjálfari Benfica sé ekki í sama klassa og liðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jorge Jesus með þrjá fingur á lofti eftir þriðja mark Benfica.
Jorge Jesus með þrjá fingur á lofti eftir þriðja mark Benfica. Vísir/Getty
Tottenham þarf lítið kraftaverk til að komast áfram í Evrópudeildinni en liðið tapaði, 1-3, fyrir Benfica á heimavelli í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar.

Upp úr sauð á milli Tims Sherwoods, knattspyrnustjóra Tottenham, og JorgeJesus, þjálfara Benfica, eftir að miðvörðurinn Luisao skoraði þriðja mark gestanna.

Jesus sýndi af sér hegðun sem nafni hans hefði ekki verið ánægður með en þjálfarinn lyfti þremur fingrum á loft og beindi þeim að kollega sínum hjá Tottenham.

Sherwood kann alveg að telja og brást eðlilega illa við þessum dónaskap. Hann rauk að Jesus og vildi fá útskýringar á þessari hegðun en Portúgalinn virtist ekki skammast sín mikið. Á endanum stíaði fjórði dómarinn þeim í sundur.

„Ég verð bara að viðurkenna að Benfica-liðið er klassa betra en við,“ sagði Tim Sherwood eftir leik en aðspurður út í atvikið á milli sín og Jesus sagði hann:

„Mér fannst liðið hans mjög gott og það sýndi mikinn klassa. Það var bara synd að hann gerði ekki slíkt hið sama.“

„Fyrstu tvær mínútur leiksins var hann alltaf að ganga upp að fjórða dómaranum og segja að ég væri að stíga inn á svæðið hans. Honum er samt alveg sama, er það ekki? Hver gerir svona?“

Sherwood sagðist ekki ætla ræða við Jesus eftir leikinn sem útskýrði hegðun sína svona: „Ég var að benda honum á að Luisao væri númer þrjú.“

Tim Sherwood var ekki skemmt.Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Tottenham tapaði 1-3 á heimavelli

Tottenham er í slæmum málum eftir 1-3 tap á móti Benfica á heimavelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á White Hart Lane í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×