Körfubolti

Haukar í 2-0 forystu eftir frábæran seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lele Hardy var stigahæst hjá Haukum.
Lele Hardy var stigahæst hjá Haukum. Vísir/Stefán
Haukar eru komnir í lykilstöðu í undanúrslitarimmu sinni gegn Keflavík í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Haukar unnu öruggan sextán stiga sigur, 81-65.

Hafnfirðingar byrjuðu reyndar illa og skoruðu aðeins átta stig í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar fóru með 20-8 forystu í annan leikhluta en misstu hana niður í tvö stig áður en flautað var til hálfleiks í stöðunni 32-30.

Haukar tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og náðu að halda Keflvíkingum í aðeins ellefu stigum. Gestirnir náðu aldrei að brúa bilið eftir það.

Keflvíkingarnir Sara Rún Hinriksdóttir, Lovísa Falsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir fengu allar sína fimmtu villur undir lok leiksins í kvöld en stigahæst í liði heimamanna var Di'Amber Johnson með 31 stig.

Lele Hardy skoraði 21 stig fyrir Hauka og tók fimmtán fráköst. Auður Íris Ólasfsdóttir kom næst með átján stig.

Keflavík: Diamber Johnson 31/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1/8 fráköst.

Haukar: Lele Hardy 21/15 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 18/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 4, Inga Rún Svansdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Lovísa Björt Henningsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×