Erlent

Pútín tilkynnir þinginu formlega að Krímskagi vilji verða hluti af Rússlandi

Vladímír Pútín Rússlandsforseti.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti. Vísir/Getty
Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gærkvöldi undir yfirlýsingu þess efnis að Krímskagi sé nú sjálfstætt ríki.

Í yfirlýsingunni er vísað í atkvæðagreiðsluna sem fram fór á svæðinu á sunnudag þar sem níutíu og sjö prósent kjósenda voru fylgjandi því að Krímskagi sliti sig frá Úkraínu, sem hann hefur tilheyrt frá árinu 1954.

Talið er að þetta leggi grunninn að því að Úkraína gerist aðili að rússneska ríkjasambandinu og enn eitt skrefið í þá átt var tekið í morgun þegar Pútín tilkynnti rússneska þinginu með formlegum hætti að Krímskagi hafi beðið um að verða hluti af Rússlandi.

Vesturveldin með Bandaríkin og Evrópusambandið í broddi fylkingar hafa lýst kosningarnar ómarktækar og veru rússneska hermanna á svæðinu brot á alþjóðalögum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×