Erlent

Leita að flugvélinni á meginlandi Kína

239 voru um borð og hefur ekkert spurst til vélarinnar frá 8. mars.
239 voru um borð og hefur ekkert spurst til vélarinnar frá 8. mars. vísir/afp
Víðtæk leit er nú hafin innan kínversku landamæranna að Malasísku farþegaþotunni sem hvarf með 239 manns innanborðs þann áttunda mars síðastliðinn.

Kínversk yfirvöld segja að ekkert bendi til þess að nokkur hinna kínversku farþega sem voru um borð tengist hryðjuverkahópum á nokkurn hátt, en flestir farþeganna voru frá Kína. Um 26 lönd taka nú þátt í leitinni og er henni skipt upp í tvö gríðarstór svæði.

Suðursvæðið nær frá Indónesíu og langt út á Indlandshaf, en Norðursvæðið nær frá landamærum Kasakstans og Túrkmenistans og til norðurhluta Tælands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×