Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2014 20:30 Þetta er staðurinn, segir Geir Waage. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi. Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi.
Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira