Körfubolti

Jón Arnór með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson Vísir/Daníel
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza héldu sigurgöngu sinni áfram í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar þeir unnu níu stiga útisigur á Fuenlabrada, 81-72, eftir að hafa verið sjö stigum undir í hálfleik.

Jón Arnór átti fínan leik en hann skoraði 13 stig á 17 mínútum og hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum. Hann var næststigahæstur í liðinu á eftir Henk Norel.

CAI Zaragoza tapaði fyrstu tveimur leikhlutunum og var sjö stigum undir í hálfleik, 26-33. Jón Arnór byrjaði seinni hálfleikinn á því að smella niður tveimur þristum en liðsfélagar hans klikkuðu á fyrstu tíu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

CAI Zaragoza vann þriðja leikhlutann 26-19 og fjórða leikhlutann 29-20 og landaði flottum útisigri en þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð í spænsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×