Erlent

Rússneskir hermenn sitja um herstöð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/GETTY
Hundruðir vopnaðara manna í brynvörðum bílum umkringdu úkraínska herstöð á Krímskaganum nú fyrri skömmu.

Úkraínskir hermenn sem þar voru eru nú innilokaðir og hafa þeir komið fyrir skriðdreka við mynni herstöðvarinnar til að varna inngöngu mannanna.

13 herjeppar og 4 vígbúnir vagnar tóku þátt í aðgerðinni og voru allir bílarnir með 30 hermönnum innanborðs og á rússneskum númeraplötum.

Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á „barmi hörmunga.“

„Innrás Rússa í Úkraínu var með öllu tilgangslaus,“ sagði Arsení Jatsenjúk við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Hin nýja ríkisstjórn Jatsenjúks hefur átt við ofurefli að etja í samskiptum sínum við stórveldið í austri og hefur mátt sín lítils við hernaðarbrölti Rússa í landinu.

Á undanförnum dögum hafa vopnaðir menn gengið um skagann, hernumið flugvelli og afvopnað úkraínskar herstöðvar.

Floti Rússa á Svartahafi er staðsettur við Krímskaga, sem tilheyrði Rússlandi fram til 1954, en um 60% íbúa skagans telja sig til Rússa.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður lýst því yfir að hann telji sig í fullum rétti til að verja hagsmuni þessa hóps.


Tengdar fréttir

Hin mikilvæga Úkraína

Margar þjóðir eiga mikið undir í viðskiptum við Úkraínu og þörf vegna aðstoð frá þeim er mikil.

Rússar sakaðir um innrás á Krímskaga

Rússar segjast sjálfir vera að gæta öryggis. Vopnaðir heimavarnarliðar á Krímskaga segjast óttast innrás fasista frá Kænugarði.

Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu

Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×